Lúxus lakkrístoppar

 

Það sem þessir lakkrístoppar hafa umfram aðra er að hér er notað hreint lakkrísduft sem er mun bragðmeira (og betra) en tilbúinn lakkrís.

Uppskriftin er sáraeinföld og innihaldsefnin ekki nema fjörgur:

  • 3 eggjahvítur
  • 200 gr púðursykur
  • 2 tsk af Raw Liquorice Powder frá Johan Bulow
  • 2 tsk sjávarsalt

Eggjahvíturnar eru stífþeittar með púðursykrinum. Ég ákvað að nota sprautupoka til að búa til marengstoppana til að flýta fyrir mér, en það má allt eins nota teskeiðar. Þegar blandan er öll orðin að toppum er saltinu og lakkrísnum stráð jafnt yfir toppana og þeim skellt í 150° heitan ofn í 20 mínútur.

Mér finnst best að hafa toppana litla, helst ekki meira ein einn eða tvo munnbita, þeir eru bæði fallegir á borði og svo stinga gestir þeim umhugsunarlaust upp í sig – þetta er jú  bara einn biti!

Leave a comment