Panna cotta í bolla

Þetta er ótrúlega fljótlegur réttur ef maður man eftir því að hugsa fyrir honum með smá fyrirvara. Hann verður oft fyrir valinu í matarboðum hjá mér því það er hægt að gera hann með góðum fyrirvara og losna við allt stress þegar gestirnir eru komnir.

Advertisements

Banana-lummur með berjum

Uppskrift 1 vel þroskaður banani 1 egg 1 og ½ msk glútenfrítt hveiti (ég notaði Dove‘s Farm) ½ tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk olía 1 ½ dl smátt söxuð vínber eða bláber Salt og múskat á hnífsoddi (má sleppa) Aðferð Kveikt undir pönnunni á miðlungshita. Það er mikilvægt að pannan sé ekki of heit, ávextirnir gera…

Heimagerður, laktósafrír „rjómaostur“

Ég hef syrgt rjómaost í lengi. Ég greindist með laktósaóþol og finnst ekki einn einasti gerviostur góður á bragðið. Flestir eru bara hreint út sagt vondir. Sorgin snarskánaði hins vegar fyrir nokkrum dögum þegar ég ákvað að prófa mig áfram með að búa sjálf til ost. Það er í alvörunni mun einfaldara en það lítur út…

Glúten- og mjólkurlaust lasagne

Glúten- og mjólkurlaust lasagne er vissulega áskorun því hvað í ósköpunum getur komið í staðinn fyrir stökka ostaskorpuna sem þekur toppinn? Mín lausn eru kasjúhnetur og egg. Uppskrift Ég byrja á því að gera bara ósköp venjulega bolognese hakkássu, henni þarf ekkert að breyta. Bolognese 2 dósir tómatar 500 gr hakk. Persónulega finnst mér naut…

Basilíkuís með marineruðum jarðaberjum

Basilíkuís kann að hljóma framandi, en ég lofa því að þið sjáið ekki eftir því að prófa þessa uppskrift. Hún er ótrúlega einföld, fljótleg og lætur mann líta út fyrir að vera fagmanneskju í eldhúsinu. Flestir hugsa aðeins um basilíku sem kryddjurt og tengja hana helst við pítsur og pasta en hún er mjög skemmtilegt tvist…