Klattar úr kartöflumús

Mér er meinilla við matarsóun og reyni að endurnýta alla afganga sem verða til í eldhúsinu mín. Þessi uppskrift varð til þegar ég var að óskapast með afgangs kartöflumús, sem reyndist vera frábær grunnur í klatta. Músin gerir klattana stökka að utan og dúnmjúka að innan. Hráefnunum er öllum hrært saman og deigið steikt á…

Mjólkurlaus dulce de leche

Dulce de leche þýðir í raun mjólkursæta, eða mjólkurkaramella og er mjög vinsæl í spænskum og suður-amerískum eftirréttum. Ástæðan er einföld, hún er sérstaklega bragðgóð. Hefðbundin dulce de leche er gerð úr sætri niðursoðinni mjólk sem er soðin niður þar til viðbætti sykurinn og mjólkursykurinn verður að silkimjúkri karamellu sem er þó aðeins minna sæt…

Sítrónu og chili salt

Þetta salt er frábært krydd á t.d. fisk og kjúkling. Það er mikið sítrus bragð af því sem mér finnst yndislegt, eins og nafnið á blogginu gefur til kynna er ég mikil sítrónukona. Þetta er líka skemmtileg tækifærisgjöf að setja í fallega krukku og gefa þeim sem á allt. Uppskriftin er sáraeinföld. Börkurinn er rifinn…

Grillaður ananas með kókos

Ég elska að grilla ávexti, sérstaklega ananas, eldunin dregur fram svo ótrúlega gott sætubragð. Ananasinn passar mjög vel með kókos og hér ber ég hann fram með kókosrjóma og ristuðu kókosmjöli. Ananasinn er skorinn í sneiðar, hýðið skorið utan af honum og kjarninn innan úr. Sneiðarnar eru grillaðar við meðal háan hita þar til þær eru…

Djúpsteiktur steinbítur með ananas salsa

Steinbítur er alveg tilvalinn fiskur til að djúpsteikja, hann er heldur stífur og áferðin á honum passar ótrúlega vel við stökkt orly deig. Þessi réttur varð til á sama tíma og þessi hér, kærastinn sá fiskinn og fékk skyndilega mikla löngun til að draga fram djúpsteikingapottinn. Uppskriftin miðast við fjóra. 1 kg steinbítsflök Orly deig 2…

Steinbítur með ananas salsa og blómkálsmús

Það besta við þennan fiskrétt er hvað hann er léttur og ferskur, hann er alveg tilvalinn ef planið er að fá sér eftirrétt síðar um kvöldið. Sem er einmitt á stefnuskránni hjá mér í kvöld, það er nú einu sinni sunnudagur. Blómkálið er skorið í greinar og soðið eða gufusoðið ásamt kartöflunni. Þegar það er…

Besti borgarinn

Þó ég mætti borða venjulegan hamborgara þá myndi ég samt velja þennan. Að nota eggaldin í staðinn fyrir brauðið sem gerir bæði mjög gott bragð og maður verður svo miklu léttari eftir að hamborgarinn er horfinn af diskinum. Stórt eggaldin er skorið í 1,5 cm  sneiðar, hýðið er flysjað af, sneiðarnar saltaðar og látnar standa…

Gulrótaklattar

Gulrótin er í algeru aðalhlutverki í þessum klöttum, þeir eru léttir, hollir og frábær hádegismatur. Sérstaklega þegar það er ekkert annað í ísskápnum en gulrætur. Gulræturnar eru rifnar og settar í skál ásamt hinu hráefninu og öllu hrært vel saman. Blandan lítur meira út eins og hrásalat en deig, en engar áhyggjur, þetta helst vel…

Glútenfrítt í Edinborg

Edinborg heillaði mig upp úr skónum, ekki bara er borgin dásamlega falleg og uppfull af fjölbreyttri afþreyingu, það er ævintýralega auðvelt að vera með glútenóþol þar! Það er fjöldin allur af veitingastöðum sem bjóða upp á glútenfría möguleika, margir hverjir merkja sérstaklega inn á matseðlana hvaða réttir eru glútenfríir. Oftast er látið vita á seðlinum…

Súkkulaði og kókos „ostakaka“

Þessi „ostakaka“ er algerlega laus við alla mjólk en minnir mikið á venjulega súkkulaði ostaköku. Það sem mestu máli skiptir, hún er sérlega bragðgóð með hint af kókosbragði í súkkulaðinu. Matarlímsblöðin eru lögð í kalt vatn. Kókosmjólkin er hituð upp í 35-40 gráður eða þar til hún er rúmlega volg. Kókosmjólkin má alls ekki verða…