Ananas-chili sósa á kjúklingavængjum

Ég er mjög hrifin af sterkum sósum, ég bjó einu sinni í Perú þar sem engin máltíð er borðuð án þess að hella vel af chili sósu yfir. Þessi er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ferskt ávaxtabragð af ananasi virkar bara svo ótrúlega vel með sterkum chilinum.

Hráefni

 • ½ ferskur ananas
 • 2 chili (eða eftir smekk, þeir eru svo mis bragðsterkir)
 • 1 dl eplasafi
 • 1 tsk tamari sósa eða önnur glútenfrí soyasósa
 • 1 tsk hvítvínsedik
 • 1 msk tómatpúrra
 • 1 msk hunang
 • ½ tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk salt
 • safi úr ½ sítrónu

Öll hráefnin nema sítrónusafinn eru sett saman í pott og látin malla í 30 mínútur. Blandan er síðan maukuð saman með töfrasprota og sítrónusafanum bætt við. Það er óþarfi að hafa lok á pottinum, nema rétt í byrjun til að ná suðunni upp, það er ágætt að þetta sjóði aðeins niður.

Sósan er mjög bragðmikil og frábær á kjúklingavængi eða risarækjur. Í þetta skiptið notaði ég hana á kjúklingavængi. Sósan dugar á 2 bakka af kjúklingavængjum, sem passar vel fyrir fjóra.

Kjúklingavængirnir eru skornir í þrjá hluta, eftir liðamótunum og aftasta hlutanum sem hefur ekkert kjöt að geyma er hent. Vængirnir eru settir í skál, 2/3 af sósunni hellt yfir og það er ekki verra að láta þetta marinerast í klukkutíma eða svo, ef tími gefst til. Vængirnir eru bestir grillaðir, ég grillaði þá reyndar bara í ofninum, á 275° hita í 15 mínútur eða þar til þeir eru eldaðir í gegn og örlítið brunnir, svona eins og þegar maður eldar kjöt með BBQ sósu. Ef vængirnir gefa frá sér mikinn vökva og allt er á floti þegar þeir koma úr ofninum er best að hella því af, bæta meiri sósu við og bera þá svo fram.

Af því að sósan er svo bragðmikil finnst mér gott að bera kælandi sósu fram með hverju sem ég skelli henni á.

Þessi er frábær, mjög einföld og virkarmjög vel bæði með rækjum og kjúklingi.

 • 1 avocado
 • 1 lúka fersk basilíka
 • 1 tsk sítrónusafi
 • ½ tsk salt
 • pipar eftir smekk
 • 2 msk vatn

Öll hráefnin eru sett í blandara eða maukuð með töfrasprota, og borin fram.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s