Glútenfrí steik- og maltbjórbaka

Þessi réttur er alveg tilvalinn fyrir þá sem hafa tök á að hendast heim úr í hádeginu. Þá er hægt að græja kvöldmatinn þar og þá, og lítið að hugsa um þegar maður kemur heim úr vinnu.

Kjötið og grænmetið skorið í gróft niður og sett í pott með kryddunum og bjórnum. Þetta fer svo beina leið inn í ofn við 120° og mallar þar næstu 6 klukkutímana.

Bjórinn er maltaðasti glútenfríi bjór sem fæst á landinu. Maltbragðið gefur ótrúlega gott og skemmtilegt bragð í þennan rétt, ólíkt öllu sem maður er vanur á glútenfríu fæði.

 • 1 kg folalda eða nautakjöt
 • 2 glútenfrír, dökkir Damm Daura bjórar (fást í stærri Vínbúðum)
 • 3 gulrætur
 • 5 hvítlauksrif
 • ½ lítil rófa
 • 5 kartöflur
 • ½ tsk paprika
 • 3 tsk sjávarsalt
 • 2 tsk svartur pipar
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk rósmarín

Þegar um klukkutími er í að rétturinn verði tilbúinn er hveiti og smjöri blandað saman í skál þar til úr verður jöfn blanda sem helst alls ekki saman, minnir margt á mylsnu. Þá er eggi og vatni bætt við og hnoðað þar til blandan verður jöfn. Þetta má gera í hrærivél, en ég notaði bara guðsgafflana til verksins. Deigið er látið hvíla í 20-30 mínútur í ísskáp.

 • 350 gr glútenfrítt hveiti (ég notaði Dove‘s Farm)
 • 50 gr smjör
 • 1 egg
 • 2 tsk kalt vatn
 • ½ tsk timjan
 • ½ tsk salt

Kjötið og grænmetið eru veidd upp úr pottinum og sett í djúpt bökumót. Soðið er skilið eftir í pottinum, sem er settur á helluna og kveikt undir. Soðið er síðan smakkað til með salti og pipar, og þykkt með maísmjöli þar til úr verður hefðbundin brún sósa. Henni er síðan hellt yfir kjötið og grænmetið

Deigið er flatt út á milli tveggja arka af bökunarpappír þar til stærðin passar yfir bökumótið. Því er síðan rúllað yfir mótið (sjálfri finnst mér hentugast að rúlla því upp á kökukefli, og rúlla því þaðan yfir bökumótið).

Bakan er pensluð með eggi og bökuð í 200° heitum ofni í 10-12 mínútur, eða þar til bakan er farin að brúnast og orðin stökk.

Bakan er síðan borin að borð. Það þarf ekkert með henni, allt meðlæti er þegar til staðar, með grænmetið inni í bökunni og brauðið á toppnum!

Ég er að segja það, ekta breskur klassi, sem bragðast satt best að segja eins og hann sé fullur af glúteni án þess að innihalda örðu af því.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s