Tortilla kökur

Þessar glútenfríu tortilla kökur eru eins einfaldar og þær gerast, bara tvö hráefni og smá salt. Kökurnar má smyrja með hvítlaukssmjöri, bera fram með indverskum mat og kalla naanbrauð, eða frysta og nota sem tilbúna pítsabotna.

Advertisements

Heimagert glútenfrítt pasta

Ferskt pasta er nokkuð sem ég stóð lengi í þeirri trú um að væri gjörsamlega ómögulegt að gera glútenfrítt og gott. Þegar ég fékk pastavél í jólagjöf var ekkert annað í stöðunni en að láta á það reyna. Og viti menn, það er hægt! Ég byrjaði á því að prófa flókna uppskrift þar sem ég…

Lúxus lakkrístoppar

Það sem þessir lakkrístoppar hafa umfram aðra er að hér er notað hreint lakkrísduft sem er mun bragðmeira (og betra) en tilbúinn lakkrís. Mér finnst best að hafa toppana litla, helst ekki meira ein einn eða tvo munnbita, þeir eru bæði fallegir á borði og svo stinga gestir þeim umhugsunarlaust upp í sig – þetta er jú bara einn biti!

Gulrótar- og kúrbíts„pasta“

Eitt af því sem margir sakna þegar glúten er tekið út úr mataræðinu er pasta, þar er ég engin undantekning. Þó það séu til margar frábærar glútenfríar vörur á markaðnum finnst mér oft gaman að leita nýrra leiða. Finna nýtt hráefni í staðinn fyrir það hefðbundinn staðgengil þess sem inniheldur glúten. Hvað pasta varðar finnst mér…