Grísalund með birki – og mandarínugljáa

Ég borða svínakjöt helst feitt og hægeldað, en stundum er gaman að breyta til og fer þá oftast í lundina, eins og í kvöld. Uppskriftin er tiltölulega fljótleg, létt í maga og því tilvalin milli jólaboða í desember og ekki skemmir fyrir hvað hún er litrík! Uppskriftin miðast við fjóra. Fyrsta skrefið er að búa…

Litríkur þorskur

Þorskur er í miklu uppáhaldi hjá mér, það skemmtilega við hann er hvað er auðvelt að matreiða hann á marga vegu. Í þessum rétti fær þorskurinn að njóta sín, eldaður á einfaldan hátt, en meðlætið er öllu skrautlegra. Létt sellerírótarmús, sýrðar gúrkur og gulrætur fylgdu fiskinum á diskinn í kvöld, allt hnýtt saman með bragðsterkri…

Kókos-karamellu konfekt

Þetta er nýja uppáhalds súkkulaðið mitt, silkimjúk karamella, vottur af kókos, salt og dökkt súkkulaði… þarf að segja meira? Fyrsta skrefið er að búa til kókosmjólkurkaramellu eftir þessari uppskrift. 1 dós af kókosmjólk er opnuð og þykki hvíti hlutinn er skilinn frá kóksvatninu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf kókosmjólkin að innihalda a.m.k. 70%…