Hangikjöts „pungar“

Þorrablótin eru upp á sitt besta um þessar mundir og ef þið eruð eitthvað eins og ég þá er skammturinn ríflegur og afgangar á borðum næstu daga. Hér er ein (þó ég segi sjálf frá) frábær lausn til að endurnýta þá. Ekki skemmir fyrir að rétturinn er djúpsteiktur, tilvalinn ef maður er eitthvað ryðgaður eftir blót.

Öllum hráefnunum er hrært saman í skál, litlar kúlur eru myndaðar með tveimur matskeiðum og þeim slett ofan í 170° heita olíu (þetta má bæði gera í djúpsteikingarpotti eða í venjulegum potti). Pungarnir eru síðan steiktir í um 4 mínútur, eða þar til þeir eru gullinnbrúnir að lit og stökkir að utan.

Hráefni:

  • 2 msk smátt saxað hangikjöt
  • 3 msk kartöflumús
  • 2 msk rófustappa
  • ½ tsk svartur pipar (eða eftir smekk)
  • ½ tsk salt (eða eftir smekk – fer pínu eftir því hvað hangikjötið er salt)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 ½ msk glútenfrítt hveiti eða hrísgrjónahveiti (ég notaði Plain White Flour Blend frá Dove‘s Farm)

Sósan sem ég bar fram með pungunum er sáraeinföld. 1 dl jógúrt, 1 msk mæjónes, salt, pipar og hálf lúka af basilíku blöðum, allt maukað saman í matvinnsluvél, blandara eða með töfrasprota.

Önnur sósa sem virkar vel með þessu er einföld hunangsmæjónessósa, sem er einfaldlega graflaxsósa sem inniheldur ekki dill. Í hana set ég 1 dl jógúrt, 1 dl mæjónes, 2 tsk dijon mæjónes, 1 tsk hunang, salt og pipar.

Ég átta mig á því að titilinn hljómar eins og undarleg samsuða á tveimur gerðum af þorramat, og sá síðarnefndi kemur réttinum ekkert við. Sá hluti orðsins er tilvísun í ástarpunga. Rétturinn er neflinlega svokallaðir fritters, djúpsteiktar kúlur. Einu djúpsteiktu kúlurnar sem við eigum á Íslandi eru ástarpungar, svo ég stal pungahlutunum frá því orði og sauð saman nafnið á uppskriftinni úr því til að koma í veg fyrir slettur.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s