Hollt og heimagert nutella

Ég elska nutella á pönnukökur með ís, eins og líklega flestir Ég ákvað hins vegar að prófa mig áfram með að gera mína eigin útgáfu, sem er ekki jafn sæt og með sterkara bragði af heslihnetum.

Fyrsta skrefið er að búa til heslihnetusmjörið.

Heslihneturnar eru settar í 200° heitan ofn í um 6 mínútur, eða þar til þær eru aðeins farnar að dökkna. Því næst eru þær settar í blandara eða matvinnsluvél og maukaðar þar til úr verður heslihnetusmjör. Þetta tók um 5 mínútur hjá mér, sem er langur tími þegar maður er að vinna með matvinnsluvél. Ef þetta er t.d. töfrasproti með lítinn mótor þá gæti borgað sig að láta hann ganga í 3 mínútur, bíða í 5 mínútur og halda svo áfram, svo hann ofhitni ekki (ég tala af reynslu). Fyrst verða hneturnar að dufti, þá eru þið á réttri leið, og svo verða þær að hnetusmjöri.

Þegar áferðin á hnetusmjörinu er orðin nokkuð slétt og mjúk er vatninu blandað saman við til að þynna hnetusmjörið aðeins. Þá er kókosolíu, hunangi, salti og kakói bætt við og öllu blandað vel saman. Sætan er smekksatriði, svo endilega bætið smá hunangi við ef þið viljið hafa þetta sætara.

Ég er búin að borða þetta grimmt ofan á bæði hrökkbrauð og lummur, en þetta líka frábært í konfekt, kökur, eða bara með skeið upp úr dollunni þegar nammiþörfin hellist yfir. Já ég er í alvörunni ekki dannaðri en þetta.

Hráefni

  • 200 gr heslihnetur
  • 3 msk vatn
  • 2 msk brædd kókosolía (látið krukkuna standa í volgu vatni í örlitla stund eða setjið olíuna í örbylgjuöfn í um 10 sekúndur)
  • 2 msk hunang
  • 1 msk kakóduft
  • salt á hnífsoddi

Ég átti þetta í ísskápnum hjá mér í rúmar 2 vikur þar til þetta kláraðist, bragðið var frábært allan tíman, en ég veit ekki hversu lengi þetta hefði annars enst. Ég gæti mögulega gert tilraunir með það, en ég þekki sjálfa mig og veit að ég mun líklega aldrei endast lengur, án þess að klárast það er að segja.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s