Fiskikássa

Það mætti mögulega kalla þetta fiskisúpu, en það er svo mikið gums í henni að ég kalla þetta kássu. Mér finnst súpur neflinlega bestar ef þær eru mjög matarmiklar.

Austur og vestur mætast í þessari uppskrift. Það er hvítvín eins og í Evrópskum fiskisúpum, en líka fiskisósa og engifer eins og er í austurlenskum. Það er mögulega einhver sem snýr sér við í gröfinni yfir tilhugsuninni að blanda þessu svona saman, en þetta er gott svo mér er alveg sama.

Uppskrift

Laukurinn er saxaður smátt og látinn malla í smjörinu í um 10 mínútur, eða þar til hann er orðinn glær. Hvítlauknum bætt í pottinn og látið malla í um 4 mínútur í viðbót, þá er hvítvíninu hellt saman við og látið sjóða niður um helming.

Kókosmjólk, engifer, fiskisósu, chili og sykri er bætt út í ásamt lime berki. Ef þið smakkið súpuna á þessum tímapunkti þá ætti hún að vera bragðgóð, en það ætti að vanta smá kraft í hana. Hafið engar áhyggjur af því, það kemur með kræklingunum sem gefa dásamlegt fiskibragð í soðið.

Grænmetinu er bætt út í pottinn og látið malla í um 5 mínútur, þá verður það ekki alveg full eldað í gegn, það gerir áferðina á kássunni miklu skemmtilegri.

Kræklingnum og þorskinum er bætt út og látið malla í um 5 mínútur í viðbót, eða þar til kræklingurinn er allur búinn að opnast og fiskurinn eldaður í gegn.

Kóríanderinn er saxaður niður, sem og paprikan, og bætt við í pottinn ásamt lime safanum rétt áður en kássan er borin fram.

Af því að það er kókosmjólk en ekki rjómi uppskriftinni þá er þetta frekar léttur réttur svo ég tali nú ekki um hollur, alveg dásamlegur á góðum sumardegi með hvítvíns eða freyðivínsglas við höndina.

Kássan er matarmikil svo ég sá enga ástæðu til að vera að bera fram brauð með henni, þó það hefði sjálfsagt verið ágætt. En hún var bara einn réttur í margrétta matarboði og það þurfti að vera pláss fyrir alla hina réttina 🙂

Ég bar hinsvegar sýrt grænmeti með chili fram með henni. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og nokkrar sneiðar af sýrðu grænmeti færa þennan rétt í hærri hæðir.

Hráefni í kássu:

 • 500 ml hvítvín
 • 1 laukur
 • 1 rauðlaukur
 • 1 msk smjör
 • 6 hvítlauksgeirar
 • 2 chili (hér er um að gera að smakka og minnka eða stækka skammtinn eftir þörf, chilipipar getur verið svo mis bragðmikill)
 • 2 tsk sykur
 • 1/2 tsk pipar
 • 2 tsk fiskisósa
 • 2 bollar gróftsaxaðar gulrætur
 • 2 bollar gróftsaxað blómkál
 • 300 gr niðurskorinn þorskur
 • 1 kg kræklingar
 • 1 rauð paprika
 • lúka af kóríander
 • safi úr 4 lime
 • Börkur af 2 lime

Kröftugt sýrt grænmeti

Gulrætur og radísur skornar í þunnar sneiðar (ég notaði ostaskerara) og sett í krukku. Ediki, sítrónusafa, salti og chili bætt út í og fyllt upp með vatni. Krukkan er hrist þar til sykurinn er uppleystur og látið standa í a.m.k. hálftíma áður en það er borið fram.

 • 6 stórar radísur
 • 2 gulrætur
 • 1 msk eplaedik
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk sykur
 • 1/2 chili
 • 1/4 tsk salt

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s