Gulrótar- og kúrbíts„pasta“

Eitt af því sem margir sakna þegar glúten er tekið út úr mataræðinu er pasta, þar er ég engin undantekning.

Þó það séu til margar frábærar glútenfríar vörur á markaðnum finnst mér oft gaman að leita nýrra leiða. Finna nýtt hráefni í staðinn fyrir það hefðbundinn staðgengil þess sem inniheldur glúten.

Hvað pasta varðar finnst mér skemmtilegt að skipta pastanu út fyrir grænmeti. Til dæmis kúrbít og gulrót.
Ég keypti þennan ótrúlega sniðuga „yddara“ í Byggt og búið, en hann fæst líka í fjöldamörgum vefverslunum. Hann virkar í raun alveg eins og yddari. Maður yddar grænmeti og út koma langir strimlar sem er frábært að nota í staðinn fyrir spagettí.

Grænmetið er ekki alveg jafn tómur strigi og gott pasta er í raun og veru, það er bragð af því svo það virkar ekki sem staðgengill í alla pastarétti, en ansi marga. Þetta „pasta“ svalar líka þörfinni fyrir létta, einfalda „pasta“ rétti betur en nokkuð glútenfrítt pasta (það er oft auka bragð af því sem kallar á bragðmikla sósu til að fela).

IMG_2140
Ég byrjaði á því að ydda gulrót og kúrbít. Gulrótin fór á pönnuna á á lágan hita með góðri ólífuolíu. Ég steikti þær í 2-3 mínútur og bætti svo kúrbítnum við, því hann þarf talsvert styttri eldunartíma en gulrótin.
Ég bætti við söxuðum hvítlauk, chili og salti og hálfum tómat og leyfði þessu að malla í um  mínútur og þá var þetta tilbúið. Ég átti smá kjúlking í afgang eftir kvöldmat gærkvöldsins sem ég borðaði með þessu. Alveg eins og með venjulegt pasta, ég hendi í þetta því sem ég á í ísskápnum.

Með því að skipta pastanu út fyrir grænmeti verður rétturinn miklu léttari (og hitaeiningaminni, fyrir þá sem vilja huga að því). Ég hef nokkrum sinnum gert hann með beikonsneið eða tveimur. Þá byrja ég á því að steikja beikonið og steiki svo grænmetið upp úr beikonfitunni. Þá verður hann aðeins þyngri og kjarnmeiri, ef svo má að orði komast. Beikonið gefur grænmetinu mjög gott bragð og rétturinn verður ekki jafn mikill „kanínumatur“.

IMG_2146.JPGUppskrift fyrir 1

  • 1 stór gulrót
  • 1/2 kúrbítur
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1/2 tómatur
  • 1 msk góð ólífuolía
  • Salt, pipar og chili eftir smekk
  • Kjúklingabiti eða 2-3 beikonsneiðar

Það er hægt að nota alls konar grænmeti í þetta. Það eina sem ber að hafa í huga ef mismunandi tegundir eru notaðar er oftast mislangur eldunartími.

Ég nota helst fleiri en eina tegund, þó það sé aðeins meiri fyrirhöfn. Það er samt bara af því mér finnst gaman að borða litríkan mat.

Þetta borðaði ég ein í hádegismat. Ég var nýbúin að kaupa yddarann og langaði afskaplega mikið að prófa:) En það er um að gera að stækka uppskriftina og smella í skrautlegan kvöldmat fyrir alla fjölskylduna!

IMG_2143

Uppskriftin birtist fyrst á síðu Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s