Um Sítrónur og Sól

Sítrónur og Sól er gæluverkefni Sóleyjar Bjarkar Guðmundsdóttur, ungrar konu sem er sérlega hrifin af sítrónum og hefur ekki fyrr lokið við eina máltíð áður en hún byrjar að íhuga þá næstu.

Selíak sjúkdómur, þekkist einnig sem glútenóþol, leiddi af sér fjölbreytta tilraunastarfsemi til að gera takmarkað úrval þeim mun skemmtilegra. Alls konar uppskriftir koma upp úr krafsinu og verður þeim deilt með umheiminum á þessari ágætu síðu.

Eins fjölbreyttar og uppskriftirnar eru eiga þær það allar sameiginlegt að vera glúten- og laktósafríar.

Ef einhverjar fyrirspurnir koma upp er hægt að hafa samband í gegnum soley.bjork.g@gmail.com

Advertisements