Pulled pork með heimagerðri BBQ sósu

Pulled pork eins og það útleggst á ensku er hægeldað svínakjöt sem er svo mjúkt að það fer í ræmur við það eitt að stinga gaffli í það, þaðan kemur nafnið. Ég er ekki hrifinn af því að sletta en djúsí er einfaldlega besta orðið til að lýsa þessum rétti.

Hér ber ég hann fram með hrásalati, heimagerðri BBQ sósu í léttu og mjúku glútenfríu brauði.

Uppskrift

Kryddunum er blandað saman í mortéli og kryddblöndunni síðan nuddað í svínahnakkann. Það er gott að gera þetta daginn áður en kjötið er eldað, en ef það gleymist verður bara að hafa það. Kjötið er síðan sett ofnpott ásamt 1 dl af vatni, lauk og tómötum sem er búið að helminga. Herlegheitin eru svo sett í ofn í 3 ½ klukkutíma við 150°. Ef það tekst að hugsa fram í tímann er besta leiðin til að elda hann í 9 tíma við 100°, þá verður kjötið enn mýkra. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru ekki allir svona séðir!

Kryddblanda

 • ½ tsk sinnepsduft
 • ½ tsk paprika
 • ½ tsk reykt paprika
 • ½ tsk oregano
 • ½ tsk svartur pipar
 • ½ tsk cummin
 • ½ tsk steytt kóríanderfræ
 • ½ tsk chilipipar (það er um að gera að aðlaga þetta eftir smekk, sjálf setti ég tvöfalt magn og það reif vel í, sem mér finnst sérlega gott)
 • 3 tsk sjávarsalt (þetta kann að hljóma mikið en talsvert af því rennur út í soðið)

Í pottinn

 • 1 kg svínahnakki
 • 1 dl vatn
 • 5 tómatar
 • 3 laukar

Það er augljóst þegar kjötið er tilbúið, þá dettur það í sundur við það eitt að ýta í það með gaffli, algerlega dásamlegt. 2 dl af soðinu eru teknir til hliðar ásamt grænmetinu, það er grunnurinn að BBQ sósunni. Kjötið sjálft er svo tætt saman með gaffli og blandað saman við restina af bragðmiklu soðinu.

img_4535

Öllum hráefnunum að BBQ sósunni er blandaða saman í potti og hitað að suðu. Sósan er maukuð með töfrasprota eða í blandara og er tilbúin til framreiðslu. Það er ekki flóknara en það!

BBQ sósa

 • 2 dl af soði
 • Tómatarnir og laukurinn úr soðinu
 • ½ tsk reykt paprika
 • 1 ½ tsk tamari sósa eða önnur glútenfrí soya sósa
 • 1 tsk worchestershire sósa
 • 1 tsk rauðvínsedik
 • 1 msk hunang
 • svartur pipar eða chili pipar eftir smekk

Hrásalat

Brakandi ferkst hrásalat er nauðsynlegt með þessum rétti, það brýtur upp bragðið og gefur stökka og góða áferð. Ég hef talsvert meira af jógúrt en mæjónesi því ég vil hafa salatið örlítið súrt. Eplið er þarna af sömu ástæðu, það vegur skemmtilega upp á móti kryddinu á grísnum.

Eplið er afhýtt og því næst rifið niður með rifjárni eða í matvinnsluvél ásamt hvítkáli og gulrótum. Grænmetinu er blandað saman, öllum hinum hráefnunum bætt við og öllu hrært vel saman og borið fram.

 • 3 stórar gulrætur
 • ½ hvítkálshaus
 • 2 grænt epli
 • 4 msk laktósafrí jógúrt frá Örnu
 • 1 msk mæjónes
 • 1 tsk sjávarsalt
 • safi úr ½ lime

Það má nota hvaða brauð sem er við þetta. Sjálf bjó ég til “lummurnar” úr þessari uppskrift en hafði þær um 4 cm að þykkt og lækkaði hitann í 4/9 til að þær næðu að steikjast í gegn. Það má líka baka þær í 10-12 mínútur við 180°. Þær eru mjög léttar og hlutlausar á bragðið, sem hentar þessum rétti mjög vel.

Uppskriftin er hæfileg fyrir 6 manns og til að passa þeim fjölda er gott að þrefalda uppskriftina að brauðmetinu. Ég eldaði þessa uppskrift reyndar bara fyrir mig og kærastann, útkoman varð matur í nokkra daga. Það er líka frábært að frysta svínakjötið eftir eldunina, ekki amalegt að eiga svona “djúsí” rétt hálf tilbúinn í frystinum þegar þörfin kallar.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s