Glútenfrí pistasíu og hindberjabaka

Pistasíur og hindber eru mögulega þeir hlutir sem ég elska mest úr dýraríkinu. Það er bara eitthvað svo dásamlegt við þetta tvennt, sem hér er sameinað í eina köku. Ekki skemmdi fyrir að hún varð að sjálfsögðu græn á litinn!

Glútenfrítt hveiti á það til að vera erfitt viðureignar og glútenfríar kökur verða oft þurrar. Það er ekki tilfellið hér. Ástæðan er einföld: smjör.

Uppskrift

Þurrefnunum er blandað saman í skál. Smjörinu er bætt við og það unnið saman við þurrefnin með höndunum þar til útkoman verður slétt deig. Það er best að fletja deigið út milli tveggja arka af bökunarpappír. Það er líka hægt að nota bara puttana og klessa því í botninn, en þá verður að passa að þykktin sé nokkuð jöfn. Uppskriftin passar í 22 cm kökuform, en ég notaði gamaldags ferkantað ofnfast mót.

Kökubotninn er bakaður í 12-15 mínútur við 180° hita, eða þar til hann er byrjar að verða gullinn. Það er best að setja hrísgrjón eða baunir í botninn svo hann lyfti sér ekki, en ef það gleymist má berja hann aftur niður með skeið. Hið fyrrnefnda er „rétta“ leiðin en mér finnst alltaf gott að hafa varaplan.

 • 80gr flórsykur
 • 160 gr hveiti
 • 100 gr hakkaðar möndlur
 • 200 gr kalt smjör

Pistasíurnar eru settar í matvinnsluvél eða blandara og malaðar þar til þær eru orðnar að mjöli. Hér þarf að passa að hafa þær ekki of lengi í vélinni, þá byrja olíurnar í hnetunum að sleppa út og þá verður áferðin á kökunni ekki jafn góð. Smjörið og sykurinn eru þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós, þá er eggjunum bætt saman við. Bætið pistasíumjölinu þvínæst saman við ásamt glútenfría hveitinu.

 • 200 gr pistasíur
 • 200 gr smjör
 • 2 msk glútenfrítt hveiti (ég notaði Dove’s Farm plain flour blend)
 • 2 egg
 • 200 gr sykur

Hindberjunum er raðað á kökubotninn (ef þið eruð miklir aðdáendur skemmir ekkert fyrir að hafa ríflegt af hindberjum). Fyllingunni er sprautað í botninn á milli hindberjanna og ætti að duga svo að rétt toppurinn á þeim standi upp úr. Þetta er alls ekki lykilatriði, bara krúttlegt. Kakan er því næst sett í inn 170° heitan ofn í 25-30 mínútur.

img_4455

Kakan er bragðmikil svo það þarf ekkert flóknara með henni en þeyttan rjóma eða ís. En þar sem ég var að dunda við þetta á Aðfangadag (ég er vön að elda allan daginn en aldrei þessu vant var aðalrétturinn mjög einfaldur og ég þurfti að finna mér eitthvað annað að gera en að þrífa). Ég bjó til síróp úr ástríðuávexti og blandaði saman við rjómann til að fá örlítið ávaxtabragð og gera hann þeim mun ferskari (það tók reyndar ekki mikinn tíma frá þrifunum, mjög fljótgert).

 • kjarninn úr 4 ástríðuávöxtum
 • 100 ml vatn
 • 100 gr sykur

Þetta er allt sett saman í pott, soðið í um 10 mínútur. Þá eru fræin sigtuð frá og síróið er tilbúið. Það er ekki verra að gera tvöfalda uppskrift af þessu, það er neflinlega frábært í kokteila!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s