Glútenfríar soufflé lummur með aspas & eggjarauðum

Þessar lummur eru ótrúlega “flöffí”, ég hef satt best að segja aldrei smakkað annað eins (glútenfrítt). Þær eru léttar í sér og einfaldar í framkvæmd. Í dag ákvað ég að bera þær fram með aspas en þær eru ekki síður góðar með sírópi og algerlega fullkomnar fyrir Egg Benedickt.

Uppskrift

  • 2 eggjahvítur
  • 3 msk self raising gluten free flour frá Dove’s Farm
  • 1 msk AB mjólk
  • 1/2 tsk salt

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, hveitið er sigtað og hrært mjög varlega saman við ásamt saltinu. Eggjahvíturnar missa eitthvað af loftinu þegar þessu er blandað saman, en örvæntið ekki, þær verða samt laufléttar.

Ég gerði 4 lummur úr deiginu og hafði þær miklu þykkari en venjulegar lummur, um 2,5 sm þykkar. Ég steikti þær á pönnu og hafði hana á hitanum 5/9, eða rétt um hálfum. Það er svo þær nái að eldast í gegn án þess að brenna. Ég sneri þeim við þegar þær voru orðnar gullinbrúnar og mjög stuttu seinna var ég komin með þessar líka glæsilegu lummur.

Ég elska fljótandi eggjarauður og elda hleypt egg við öll möguleg tækifæri. Ég ákvað hins vegar að breyta aðeins til núna. Ég bræddi 20 gr af smjöri, tók 2 eggjarauðurnar sem voru afgangs, þeytti þær og hellti smjörinu í mjórri bunu samanvið. Þetta kryddaði ég svo með salti, sítrónu, pipar og smá chili. Þetta er nánast hollandaise sósa, nema alla jafna er talsvert meira smjör í henni. Ég vildi hins vegar finna meira bragð af eggjarauðunum og bara keim af smjörinu.

Með þessu steikti ég 1 búnt af aspas upp úr klípu af smjöri, salti og nokkrum dropum af sítrónusafa.

Ég var svo heilluð af þessu að þetta er formlega orðin nýji uppáhalds brunch rétturinn minn. Þessi uppskrift passar vel fyrir tvo en er svo einföld að hún er tilvalin í næsta brunch boð!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s