Grísalund með birki – og mandarínugljáa

Ég borða svínakjöt helst feitt og hægeldað, en stundum er gaman að breyta til og fer þá oftast í lundina, eins og í kvöld. Uppskriftin er tiltölulega fljótleg, létt í maga og því tilvalin milli jólaboða í desember og ekki skemmir fyrir hvað hún er litrík!

Uppskriftin miðast við fjóra.

Fyrsta skrefið er að búa til marineringuna. Það kann að líta út fyrir að vera mikið að hafa bæði chili henni sem og grænmetinu sem fylgir, en það finnst ekki mikið bragð af því í marineringunni, það aðallega þarna til að vega upp á móti sæta sírópinu.

 • 2 grísalundir, ca kíló að þyngd
 • 1 msk birkisíróp
 • ½ chili
 • Safi úr 2 mandarínum
 • 1 tsk soyasósa

2 grísalundir, um kíló að þyngdSólahringur væri best en ef það er ekki tími fyrir meira en 10 mínútur þá verður að hafa það. Lundinni er lokað á heitri pönnu og síðan sett inn í ofn í um 20-30 mínútur, eða þar til hún er elduð í gegn.

Grænmetið er allt skorið í þunnar sneiðar og það léttsteikt á pönnu með chili, safanum úr sítrónunni og mandarínunni og chiliinu. Grænmetið er bara mýkt aðeins á pönnunni en ekki eldað í gegn, við viljum enn hafa það nokkuð stökkt.

 • ½ haus af fersku rauðkáli
 • 4 gulrætur
 • 2 græn epli
 • Safi úr einni mandarínu
 • Safi úr ¼ af sítrónu
 • ½ chili
 • 1 tsk birkisíróp
 • Salt eftir smekk

Sósan gæti ekki verið einfaldari, avocadoin eru hýðis- og steinhreinsuð, stöppuð eða maukuð með töfrasporta og ölllu hinu er blandað saman við. Sósan er ekki mjög bragðsterk en er alveg nauðsynleg á móti chlilibragðinu og sætunni í hinum hluta réttsins.

 • 2 avocado
 • 3 msk laktósafrítt skyr frá Örnu
 • Safi úr 1 mandarínu
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • ½ tsk birkisíróp
 • Salt eftir smekk
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s