Litríkur þorskur

Þorskur er í miklu uppáhaldi hjá mér, það skemmtilega við hann er hvað er auðvelt að matreiða hann á marga vegu. Í þessum rétti fær þorskurinn að njóta sín, eldaður á einfaldan hátt, en meðlætið er öllu skrautlegra. Létt sellerírótarmús, sýrðar gúrkur og gulrætur fylgdu fiskinum á diskinn í kvöld, allt hnýtt saman með bragðsterkri peru- og rauðlaukssósu.

Uppskrift:

 • 1 meðalstór sellerírót
 • 20 gr smjör
 • salt eftir smekk
 • 3 msk laktósafrí AB mjólk

Sellerírótin er flysjuð, skorin í bita og soðin eða gufusoðin. Rótin er tilbúin þegar gaffli er stungið í rótina og hann rennur auðveldlega í gegnum hana. Sellerírótin er sett í skál ásamt hinum hráefnunum og maukuð með töfrasprota þar til blandan verður slétt. AB mjólk gerir það að verkum að músin verður léttari og passar þar af leiðandi sérlega vel með fiski.

 • 1 gulrót
 • 1/3 gúrka
 • 4 msk hvítvínsedik
 • 3 msk sykur
 • 1 dl vatn
 • ½ chili
 • ½ tsk salt

Edik og sykur eru sett í krukku og hitað í örbylgjuofni í 30 sekúndur, eða þar til sykurinn leysist upp, þá er vatni og salti bætt við. Gúrka, gulrót og chili eru skorin niður og bætt í krukkuna. Ég hafði sneiðarnar um 2 mm að þykkt, ég vil að grænmetið sé stökkt og gefi réttinum skemmtilega áferð.

 • 1 fullþroskuð pera
 • 1 rauðlaukur
 • 1 lítill hvítlauksgeiri
 • ½ chili
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 tsk sítrónusafi
 • salt og pipar eftir smekk

Peran, hvítlaukurinn og rauðlaukurinn eru öll flysjuð, söxuð og sett í pott ásamt hálfu chili sem er líka saxað niður. Þetta er látið malla þar til peran verður orðin að mauki, um 10 mínútur, þá er sítrónusafanum bætt við. Ég ákvað að mauka þetta aðeins betur með töfrasprota en það er alls ekki nauðsynlegt.

 • 1 kg þorskur
 • salt og pipar

Þorskurinn er skorinn í bita og steiktur á pönnu upp úr olíu og kryddaður með pipar og salti, og herlegheitin borin á borð.

Uppskriftin miðast við fjóra.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s