Sítrónu og chili salt

Þetta salt er frábært krydd á t.d. fisk og kjúkling. Það er mikið sítrus bragð af því sem mér finnst yndislegt, eins og nafnið á blogginu gefur til kynna er ég mikil sítrónukona. Þetta er líka skemmtileg tækifærisgjöf að setja í fallega krukku og gefa þeim sem á allt.

Uppskriftin er sáraeinföld. Börkurinn er rifinn af sítrónunni með rifjárni. Passið ykkur að fara eins lítið inn í hvíta hlutann og hægt er, hann er beiskur. Börkurinn er settur inn í ofn við 200° í um 15 mínútur, eða þar til börkurinn er orðinn þurr og molnar auðveldlega á milli fingranna.

Börkurinnn er saxaður fínt ásamt chilipiparnum og þessu blandað við saltið.

Saltið er algerlega frábært á fisk, rækjur eða svínakjöt, jafnvel lamb með réttu meðlæti.

Uppskrift

  • Börkur af einni sítrónu – það er best að nota lífrænar því börkurinn dregur svo mikið eitur í sig sem ekki næst af við skolun
  • 1 þurrkaður chili pipar (það er mjög gott úrval í asískum búðum, en athugði að þeir eru mis kraftmiklir)
  • 1 dl sjávarsalt

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s