Mjólkurlaus dulce de leche

Dulce de leche þýðir í raun mjólkursæta, eða mjólkurkaramella og er mjög vinsæl í spænskum og suður-amerískum eftirréttum. Ástæðan er einföld, hún er sérstaklega bragðgóð. Hefðbundin dulce de leche er gerð úr sætri niðursoðinni mjólk sem er soðin niður þar til viðbætti sykurinn og mjólkursykurinn verður að silkimjúkri karamellu sem er þó aðeins minna sæt en venjuleg karamella.

Til að forðast mjólkina í þessari klassísku karamellu nota ég kókosmjólk, sem gefur skemmtilegan kókoskeim í karamelluna þegar hún er tilbúin.

1 dós af kókosmjólk er sett í pott eða á pönnu ásamt 130 ml af sykri, þetta er látið sjóða við meðalháan hita þar til blandan byrjar að brúnast. Það er gott að hræra annað veifið í blöndunni, ég hafði þetta á frekar lágum hita og það tók alveg 40 mínutur fyrir blönduna að byrja að brúnast. Þegar blandan hefur tekið á sig ljósan karamellulit er hún tekin af hitanum, ef hún hefur skilið sig er lítið mál að setja hana aftur saman, það þarf bara að þeyta eða mauka með töfrasprota.

Dulce de leche er frábært með öllum mögulegum eftirréttum, t.d. sem sósa á ís, í konfekt, með churros, kleinuhringjum eða jafnvel bara íslenskum kleinum.

Það má auðveldlega gefa þessari dulce de leche smá tvist með því að bæta við 1/2 tsk af salti, útkoman verður söltuð kókoskaramella sem er hreint út sagt dásamlega bragðgóð!

Hráefni

  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • 130 ml sykur
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s