Steinbítur með ananas salsa og blómkálsmús

Það besta við þennan fiskrétt er hvað hann er léttur og ferskur, hann er alveg tilvalinn ef planið er að fá sér eftirrétt síðar um kvöldið. Sem er einmitt á stefnuskránni hjá mér í kvöld, það er nú einu sinni sunnudagur.

Blómkálið er skorið í greinar og soðið eða gufusoðið ásamt kartöflunni. Þegar það er orðið mjúkt í gegn er það sett í skál með smjöri og kartöflunni, og maukað t.d. með töfrasprota, í blandara eða matvinnsluvél. Kartaflan er ekki nauðsynleg en hún gerir áferðina á músinni mun sléttari.

Rauðlaukurinn og jalapeno piparinn eru skornir smátt og settir í skál ásamt sítrónusafanum. Allt hitt hráefnið í salsanu er skorið í bita sem eru ca ½ x ½ cm á stærð, bætt í skálina ásamt saltinu og öllu hrært vel saman.

Fiskurinn er kryddaður með salti og sítrónupipar og hann steiktur á pönnu þar til hann er tilbúinn. Steikingartíminn fer eftir þykkt flakanna, þessi sem ég var með voru frekar þunn og þurftu ekki nema um 3 mínútur á hvorri hlið.

Hráefni

Uppskriftin miðast við fjóra

 • 1 kg steinbítsflök

Ananas salsa

 • 1/3 ananas
 • 1/3 gúrka
 • 1 tómatur
 • 1 jalapeno pipar
 • 1/4 lítill rauðlaukur
 • safi úr 1/4 sítrónu
 • 1/4 tsk sjávarsalt

Blómkálsmús

 • 1 blómkálshaus
 • 1 kartafla
 • 30 gr smjör
 • 1 tsk sjávarsalt
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s