Grillaður ananas með kókos

Ég elska að grilla ávexti, sérstaklega ananas, eldunin dregur fram svo ótrúlega gott sætubragð. Ananasinn passar mjög vel með kókos og hér ber ég hann fram með kókosrjóma og ristuðu kókosmjöli.

Ananasinn er skorinn í sneiðar, hýðið skorið utan af honum og kjarninn innan úr. Sneiðarnar eru grillaðar við meðal háan hita þar til þær eru mjúkar og byrjaðar að brúnast. Ef grillið er ekki til staðar á heimilinu eða menn nenna einfaldlega ekki að setja kveikja undir, þá má vel steikja þær í staðinn.

Kókosrjóminn, hvíti, þykki hluti kókosmjólkur, er tekinn frá kókosvatninu og þeyttur þar til hann byrjar að stífna, þá er 1 tsk af hunangi, ½ tsk af vanillusykri og 1 tsk af appelsínu- eða eplasafa bætt við og hrært vel saman.

  • Til að það sé hægt að þeyta kókosrjómann verður kókosmjólkin helst að vera yfir 80% kókos, annars er svo mikið að gerviefnum í henni að þetta virkar ekki. Þessi sem ég nota fæst í Krónunni.

Kókosmjölið er sett á pönnu og ristað þar til það fer aðeins að brúnast.

Grillaður ananashringur er settur á disk, rjómi yfir og rétturinn er toppaður með ristaða kókosmjölinu. Ótrúlega fljótlegt, bragðgott og tiltölulega heilsusamlegt.

Svo heilsusamlegt að ég notaði afganginn í morgunmat. Ég tók tvo afgangs ananashringi og skar niður, setti þá út í kókosvatnið sem varð afgangs. Ég bætti 1 tsk af chia fræjum, 1 tsk af hörfræjum, t tsk af sesamfræjum, 1 tsk af hunangi og 2 tsk af ristuðu kókosmjöli. Það var smá rjómi eftir, svo ég bætti afgangnum við, ca 1 msk. Þessi blandaði ég saman et voila, ananas- og kókos chia grautur bíður mín þegar ég vakna á morgun.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s