Djúpsteiktur steinbítur með ananas salsa

Steinbítur er alveg tilvalinn fiskur til að djúpsteikja, hann er heldur stífur og áferðin á honum passar ótrúlega vel við stökkt orly deig. Þessi réttur varð til á sama tíma og þessi hér, kærastinn sá fiskinn og fékk skyndilega mikla löngun til að draga fram djúpsteikingapottinn.

Uppskriftin miðast við fjóra.

 • 1 kg steinbítsflök

Orly deig

 • 2 msk glútenfrítt hveiti, ég notaði Dove’s Farm
 • 1 egg
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/4 tsk xhantan gum
 • 1 tsk salt
 • 1/2 tsk sítrónupipar
 • 1/2 tsk pipar
 • ½ paprikuduft

Öllu hráefninu er hrært saman og látið standa í um 10 mínútur. Djúpsteikingapotturinn er hitaður í 170°. Fiskurinn er skorinn í 10 cm bita, velt upp úr deginu, og steiktur þar til hann er orðinn gullinbrúnn. Það þarf að snúa bitunum allavega einu sinni við á meðan steikingu stendur.

Ananas salsa

 • 1/3 ananas
 • 1/3 gúrka
 • 1 tómatur
 • 1 jalapeno pipar
 • 1/4 lítill rauðlaukur
 • safi úr 1/4 sítrónu
 • 1/4 tsk sjávarsalt

Rauðlaukurinn og jalapeno piparinn eru skornir smátt og settir í skál ásamt sítrónusafanum. Allt hitt hráefnið í salsanu er skorið í bita sem eru ca ½ x ½ cm á stærð, bætt í skálina ásamt saltinu og öllu hrært vel saman.

Við borðuðum blómkálsmús með fiskinum, af því að hún var til og mér finnst hún mjög góð, en hún var í raun ekki nauðsynlegt meðlæti.

Blómkálsmús

 • 1 blómkálshaus
 • 1 kartafla
 • 30 gr smjör
 • 1 tsk sjávarsalt

Blómkálið er skorið í greinar og soðið eða gufusoðið ásamt kartöflunni. Þegar það er orðið mjúkt í gegn er það sett í skál með smjöri og kartöflunni, og maukað t.d. með töfrasprota, í blandara eða matvinnsluvél. Kartaflan er ekki nauðsynleg en hún gerir áferðina á músinni mun sléttari.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s