Besti borgarinn

Þó ég mætti borða venjulegan hamborgara þá myndi ég samt velja þennan. Að nota eggaldin í staðinn fyrir brauðið sem gerir bæði mjög gott bragð og maður verður svo miklu léttari eftir að hamborgarinn er horfinn af diskinum.

Stórt eggaldin er skorið í 1,5 cm  sneiðar, hýðið er flysjað af, sneiðarnar saltaðar og látnar standa þar til dropar byrja að myndast á yfirborðinu. Droparnir eru þurrkaðir af og sneiðarnar steiktar við meðal háan hita í ca 5-7 mínútur, eða þar til þær eru mjúkar í gegn.

Hakkið kryddaði ég með salti, pipar, chili og hvítlauksdufti, mótaði borgara og steikti.

Sósan er klárlega punkturinn yfir i-ið í þessum borgara.

  • 1 avocado
  • 1/4 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 1 msk vatn
  • 1/2 tsk wasabi (eða eftir smekk)

Þetta er allt maukað saman og þegar blandan er orðin nokkuð slétt er henni smurt á eggaldinið. Káli, gúrku og tómötum er bætt á, ásamt borgararnum sjálfum et voila, borgari er á borð borinn.

Sósan er frábær ídýfa og mjög góð með snakki yfir kvikmyndinni, körfuboltaleiknum eða hverju sem kann að taka við eftir matinn.

Þar sem borgarinn er svo léttur og heilsusamlegur er um að gera að djúsa hann aðeins upp. Ég fékk mér franskar (glútenfría) með honum og drakk einn ískaldan Estrella Damm Daura, glútenfrír lager bjór sem er með örlítið dekkri og með aðeins meiri fyllingu en lagerbjór, passaði sérlega vel með.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s