Súkkulaði og kókos „ostakaka“

Þessi „ostakaka“ er algerlega laus við alla mjólk en minnir mikið á venjulega súkkulaði ostaköku. Það sem mestu máli skiptir, hún er sérlega bragðgóð með hint af kókosbragði í súkkulaðinu.

Matarlímsblöðin eru lögð í kalt vatn. Kókosmjólkin er hituð upp í 35-40 gráður eða þar til hún er rúmlega volg. Kókosmjólkin má alls ekki verða heitari því þá virkar matarlímið ekki. Súkkulaðið er brætt, því bætt út í kókosmjólkina ásamt hunanginu. Þegar matarlímsblöðin eru orðin lin er vökvinn kreistur úr þeim og þeim bætt út í kókosmjólkina.

Blandan er látin stífna í ísskáp í um klukkutíma.

Botninn er mjög einfaldur. Öll hráefnin að döðlunum undanskildum eru sett saman í matvinnsluvél og hún látin ganga í ca 3 mínútur, eða þar til hneturnar eru fínt hakkaðar.Ef döðlurnar eru þurrkaðar eru þær settar í sjóðandi vatn í 5 mínútur áður en þeim er bætt út í hnetublönduna, ef þær eru ferskar mega þær fara beint út í. Hnetublandan er svo hökkuð með döðlunum í ca 3 mínútur í viðbót. Blandan ætti að vera svo mjúk að hún haldist saman ef þið mótið litla kúlu úr henni. Ef ekki, bætið við 1-2 msk af vatni og blandið betur.

Hnetublandan er sett í botn á 22 cm kökumóti. Það lítur mjög vel út að dreifa henni þannig að hún nái ekki alveg út í kantana, sé um 1 cm frá kantinum á kökuforminu.

Þegar kókos- og súkkulaðiblandan er farin að stífna er henni hellt yfir formið, kakan er sett aftur inn í ísskáp og látin stífna í a.m.k 3 klukkutíma í viðbót.

Ástæðan fyrir því að ég setti kókos- og súkkulaðiblönduna ekki beint yfir formið er sú að ég var með smelluform, og blandan hefði lekið beint í gegnum það. Ef þið eruð með heilt form er ekkert mál að hella blöndunni beint yfir botninn og láta kökuna svo stífna í ísskáp í a.m.k 4 klukkutíma.

img_0367

Kökuna bar ég fram með bláberjarjóma, sem ég gerði einfaldlega með því að þeita 2 dl af rjóma, bæta í hann 1 dl af frosnum bláberjum og 1 tsk hunandi, og þeyta aðeins meira svo bláberin maukist út í rjómann.

Kakan rann sérstaklega vel niður með koníakstári.

Hráefni

  • 1 dl kasjúhnetur
  • 1 dl möndlur
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1,5 dl döðlur
  • 2 msk kakó
  • 2 dósir kókosmjólk, hlutfallið af kókos í mjólkinni þarf helst að vera 80% eða meira (ég notaði kókosmjólkina frá gestus, þessa öskrandi bleiki úr Krónunni)
  • 150 gr súkkulaði
  • 2 msk hunang
  • 7 matarlímsblöð
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s