Glútenfrítt í Edinborg

Edinborg heillaði mig upp úr skónum, ekki bara er borgin dásamlega falleg og uppfull af fjölbreyttri afþreyingu, það er ævintýralega auðvelt að vera með glútenóþol þar!

Það er fjöldin allur af veitingastöðum sem bjóða upp á glútenfría möguleika, margir hverjir merkja sérstaklega inn á matseðlana hvaða réttir eru glútenfríir. Oftast er látið vita á seðlinum að unnið sé með glúten á staðnum svo þeir ábyrgist ekki 100%, hins vegar er passað gríðarlega vel upp á krossmengun. Á þeim stöðum sem ekki er möguleiki á að koma í veg fyrir krossmengun er orðið hvorki GF merkingin, né orðið glútenfrítt notað, heldur NGC – Non Gluten Containing Ingredients. Ég er sjálf með selíak sjúkdóm og mjög viðkvæm en varð aldrei veik.

Hvað með það, hér er smá samantekt á uppáhaldsstöðum mínum í borginni:

Signet Library

Að fara í afternoon tea í Signet Library var upplifun sem allir ættu að láta eftir sér, alveg stórkostlegt og klárlega einn af hápunktunum í ferðinni. Hefðbundið enskt afternoon tea er úrval af litlum réttum borið fram með tei og jafnvel kampavíni. Þetta var til á ýmsum stigum samfélagsins, en í Signet Library þá er eins og maður hafi gengið beint inn í Downtown Abbey, silfurborðbúnaður, uppáklæddir þjónar og allur pakkinn. Staðurinn er lagabókasafn sem er enn í notkun svo veggir þessa glæsilega salar eru þaktar bókum.
Maturinn var um 20 smáréttir, voru bæði hefðbundnir breskir og með nútímalegu tvisti, margir þeirra eru einhverskonar samlokur og kökur svo ég var skeptísk fyrirfram, glútenfrítt brauðmeti er ekki alltaf það besta. Áhyggjurnar voru algerlega tilhæfulausar og ég naut matarins ekkert minna en systir mín sem fékk sér það sama bara með glúteni. Með matnum gátum við pantað eins mikið af tei og við vildum af myndarlegum teseðlinum og þjónninn hjálpaði okkur að para teið við réttina. Fyrst maður var á annað borð í Downtown Abbey stemningunni ákváðum við systur að fá okkur kampavín með matnum, þá sjaldan að maður lyftir sér upp.

Vittoria

Vittoria er án efa uppáhalds ítalski veitingastaðurinn minn í heiminum. Eftir að hafa horft lengi á allt úrvalið á matseðlinum (hversu oft fær maður valkvíða yfir glútenfría seðlinum?) benti þjónninn mér á að ég gæti sameinað pítsu- og pastaréttina. Það er að segja, fá hálfan pastarétt og hálfa pítsu. Sem ég og gerði. Hvað get ég sagt, ég er gráðug, því fleiri réttir að smakka, því betra!
Þetta reyndist vera lang, lang besta glútenfría pítsa sem ég hef á ævinni smakkað. Glútenfría pastað þeirra er líka ótrúlega gott en féll aðeins í skuggann af guðdómlegu pítsunni. Þeir bjóða meira að segja upp á mjólkurlausan ost á pítsuna, og merkja mjólkurlausa pastarétti, ef það þarf. Ég leysti málið með því að fá mér geitaostapítsu (með beikoni og vorlauk… ég er grínlaust að fá vatn í munninn) því ég þoli geitaost alveg ljómandi vel.
Það eru nokkrir þrír Vittoria veitingastaðir í Edinborg, svo það eru góðar líkur á því að það sé alltaf einn í nágrenninu. Þessi sem ég heimsótti er um í um 3 mínútna göngufjarlægð frá Royal Mile, ca 5 frá kastalanum, svo hann er staðsettur þægilega miðsvæðis.

img_0262

Mamma‘s 

Mamma‘s er ameríks/ítalskur veitingastaður með svo mikið úrval af glútenfríum réttum að þeir merkja ekki glútenfríu réttina, heldur þá sem innihalda glúten. Þessi staður er langt frá því að vera jafn fínn og Vittoria, en er frábær fyrir það sem hann er, fyrir örlítið sveittan mat og bjór. Og já, þeir eru með glútenfrían bjór, buðu upp meira að segja upp á tvær tegundir.

img_0312

Loudon‘s 

Þessi staður er flottur morgunmatar/bruns staður. Þeir eru með eigin bakarí í kjallaranum þar sem bæði glútenfrítt brauð og venjulegt er bakað. Það er býður vissulega upp á hættu á krossmengun en miðað við reglur í landinu og spjall við þjónana þá hafði ég engar áhyggjur. Úrvalið af glútenfríum réttum og kökum er frábært, það er augljóslega mikill metnaður í matnum og drykkjunum (úrval af smoothie og söfum til að njóta með matnum). Ég fékk mér egg benedict með cajun hollandaise, avocado, beikoni og crawfish (sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku) og það var himneskt, glútenfría bollan var létt og mjög bragðgóð, alveg fullkomin. Glútenæturnar í hópnum voru ekki síður sáttar.

img_0317

Urban Angel 

Urban Angel er hipp og kúl samlokustaður sem býður upp glútenfrítt brauð í öllum sínum réttum (nema french toast, þjónninn sagði að það bragðaðist einfaldlega ekki nógu vel). Við systur deildum tveimur glútenfríum opnum samlokum sem voru báðar alveg ótrúlega góðar. Þetta var fyrsti staðurinn sem við borðuðum í á Edinborg og það má með sanni segja að hann hafi gert mig spennta fyrir áframhaldandi glútenfríu og áhyggjulausu áti í Edinborg.

img_0240

Howies

Þegar ég ferðast er ég alltaf mjög áhugasöm um mat frá svæðinu sem ég er að heimsækja og var því sérstaklega spennt fyrir því að fara á Howies. Bæði hafði hann ljómandi umsagnir á Tripadvisor og hafði alla glútenfría rétti vel og vandlega merkta á matseðlinum. Ó vonbrigði. Þetta var fínn staður og einn af þeim dýrari í ferðinni, en maturinn var undir meðallagi og þjónustan léleg. Við borðuðum fjögur saman, réttirnir voru allir svo misstórir að tvö okkar voru pakksödd eftir aðalréttinn en tvö enn svöng. Ég fékk mér sorbet í eftirrétt sem var hreint útsagt vondur, ég kláraði hann ekki og það segir allt sem segja þarf því ég er elska ís meira en flest.

Beerhive

Það eru nokkrar viskíbúðir sem selja glútenfrían bjór í Edinborg og nokkrir staðir bjóða upp á eina og eina tegund (Brewdog, sem bruggar bjórinn Vagabond sem er seldur í ríkinu hér heima skoskt fyrirtæki svo Vagabond fæst víða). Ég googlaði mér aðeins til og fann búðina Beerhive, sem ég gerði ráð fyrir því að væri risastór vegna úrvalsins af glútenfríum bjórum. Eftir 10-15 mínútna gang frá Wemberly Station var ég komin að búðinni, hún var pínulítil og lét ekki mikið yfir sér bera sem kom mér mikið á óvart því þar voru 14 tegundir af glútenfríum bjór til sölu, ég var komin til himnaríkis!
Staðurinn er með úrval af gæða víni og gini svo heimsóknin er hreint ekki leiðinleg fyrir nokkurn sem hefur áhuga á slíku.

img_0294

Úrval í búðum

Úrvalið í búðum var almennt mjög gott, meira að segja smábúðir sem minntu á 10-11 höfðu eins og einar 10 tegundir af glútenfríum vörum á borð við brauð, kökur kex og fleira.

Ég fann meðal annars þessar mince pies sem ég ákvað að kaupa til að kynna mér lókal matarhefðir. Þær voru alls ekki góðar, en það var stemmari að hafa prófað þær.

IMG_0315.JPG

Marks and Spencer á flugvellinum komu mér skemmtilega á óvart, þeir voru með nokkrar tegundir af glútenfríum vefjum. Ég keypti mér eina með kjúklingi sem var ekki bara bragðgóð, hún var mjög djúsí með fullt af kjúklingi – nokkuð sem maður getur ekki treyst á í tilbúnum mat hvort sem hann er glútenfrír eða ekki.

img_0341

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s