Panna cotta í bolla

Í sumar hitti ég lækni sem talaði mikið um fitu og að ég þyrfti að borða meira af henni (ég er langt frá því að deyja úr hor, engar áhyggjur) og mælti með því að ég fengi mér rjóma út á morgungrautin.

Ég tók ráð hans góð og gild, eins og alltaf, en ákvað hins vegar að snúa þessu við og borða mikið af eftirréttum með rjóma í staðinn. Þar kemur panna cotta sterk inn.

Þetta er ótrúlega fljótlegur réttur ef maður man eftir því að hugsa fyrir honum með smá fyrirvara. Hann verður oft fyrir valinu í matarboðum hjá mér því það er hægt að gera hann með góðum fyrirvara og losna við allt stress þegar gestirnir eru komnir.

Uppskrift

  • 200 ml laktósafrír rjómi frá Örnu
  • 1 1/2 matarlímsblað
  • 1/2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk hunang (ég notaði akasíuhunang því það er mjög bragðmilt svo vanillan nær að skína, sem ég var að sækjast eftir í þetta skiptið. Það er líka gott að nota dökkt, bragðmeira hunang en þá verður hunangsbragðið afgerandi)

Aðferð

Matarlímsblöðin eru lögð í kalt vatn

Rjómanum, hunanginu og vanillusykrinum er blandað saman og hitað í potti. Blandan þarf ekki að verða meira en volg, ef hún gleymist á hellunni og hitnar um of þá skulu þið kæla hana aðeins því þá virkar matarlímið ekki.

Matarlímið ætti að vera orðið mjúkt, það tekur ekki nema örfár mínútur. Það er tekið upp úr vatninu og kreyst svo allt umframvatn leki úr. Það er svo sett út í blönduna og hrært þar til matarlímið er leyst upp.

Blöndunni er hellt í tvo bolla og hún látin stífna í ísskáp í 3-4 tíma.

Ég ákvað að hafa þetta einfalt og skar niður nektarínu og setti ofan á áður en ég bar réttinn á borð, en hvaða fersku ávextir sem er virka vel.

Þegar ég hef örlítið meiri tíma geri ég hindberjasósu og ber fram með, sem gæti ekki verið mikið einfaldari:

  • 3 bollar frosin hindber
  • 1/2 bolli sykur
  • 1 bolli vatn

Þetta er allt soðið þar til berin eru komin í mauk. Sjálf þoli ég ekki fræin í hindberjum föst í tönnunum svo ég sigta sósuna áður en ég ber hana fram, en það mætti jafnvel kalla smámunasemi.
Ef ævintýragirnin er að fara með fólk þá bæli ég því að bæta smá chili eða svörtum pipar út í berjasósuna, það gefur réttinum svolítið skemmtilegt tvist.

Þessi uppskrift passaði ljómandi vel í tvo kaffibolla, akkúrat í eftirétt fyrir tvo. Sem var í það minnsta fyrir mig, næst geri ég stærri skammt svo ég eigi nóg í allavega eina ábót.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s