Heimagerður, laktósafrír „rjómaostur“

Ég hef syrgt rjómaost í lengi. Ég greindist með laktósaóþol og finnst ekki einn einasti gerviostur góður á bragðið. Flestir eru bara hreint út sagt vondir.

Sorgin snarskánaði hins vegar fyrir nokkrum dögum þegar ég ákvað að prófa mig áfram með að búa sjálf til ost. Það er í alvörunni mun einfaldara en það lítur út fyrir að vera, ég einfaldlega tek kaffipoka, set yfir sigti og fylli með laktósalausri AB mjólk frá Örnu. Þetta þarf að standa í um 6 tíma, smátt og smátt síast vökvi frá og eftir situr þykkur „ostur“ sem er svipaður og rjómaostur, nema örlítið súrari.

Tæknilega séð er þetta ekki ostur, þetta er enn jógúrt en minnir á ost. Hugmyndin kemur frá Grikklandi og mið-Austurlöndum þar sem jógúrt er oft meðhöndluð svona og borðuð á svipaðan máta og ostur, borin fram með hunangi og brauði.

Það er vissulega frábært að borða hann með hunangi, en það má líka hita „ostinn“ með salsa sósu og borða með nachos. Það má blanda smá olíu út í hann til að gera hann örlítið feitari (eins og rjómaost) og bragðbæta með salti, sólþurrkuðum tómötum, graslauk eða hverju sem manni dettur í hug, og nota sem smurost. Þetta eru endalausir möguleikar og besti ostur sem ég hef borðað í lengri tíma!

Geymsluþolið virðist ekki breytast við síunina, er bara það sama og á AB mjólkinni. Annars hefur krukkan lengst náð að endast í viku inn í ísskáp hjá mér, þetta hverfur oftast mjög hratt. Eina ástæðan fyrir því að hann náði heilli viku í ísskápnum var að ég fór norður í nokkra daga og gleymdi ostinum heima.

Uppskriftin birtist fyrst á síðu Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s