Glúten- og mjólkurlaust lasagne

Glúten- og mjólkurlaust lasagne er vissulega áskorun því hvað í ósköpunum getur komið í staðinn fyrir stökka ostaskorpuna sem þekur toppinn? Mín lausn eru kasjúhnetur og egg.

Uppskrift

Ég byrja á því að gera bara ósköp venjulega bolognese hakkássu, henni þarf ekkert að breyta.

Bolognese

 • 2 dósir tómatar
 • 500 gr hakk. Persónulega finnst mér naut best, en það er lítið mál að skipta því út fyrir t.d. folald
 • 2 litlir laukar
 • 1 tsk olía
 • 3 hvítlauksrif
 • 3 stórar gulrætur
 • 1 tsk basilika
 • 1 tsk oregano
 • Salt og pipar eftir smekk.

img_2189

Kasjúsósa

 • 2 ½ bolli kasjúhnetur
 • 2 bollar sjóðandi vatn
 • ½ tsk af grænmetiskrafti frá Oscar (má sleppa og setja meira salt í staðinn)
 • Múskat á hnífsoddi
 • Salt og pipar eftir smekk

img_2187

„Ostur“

 • 2 egg hrærð saman með salti og pipar

Laukurinn er settur á pönnuna með olíunni og steiktur þar til hann er orðinn mjúkur. Því næst eru öllu hinu bætt út í og látið malla eins lengi og tíminn leyfir. Þetta kemur best út ef þetta fær að malla í klukkutíma, en það er ekki alltaf tími fyrir það og þá læt ég bara duga að láta þetta malla þar til að vökvinn sem fylgir tómötunum er að mestu soðinn í burtu og kássan orðin þykk.

Í staðinn fyrir jafning nota ég kasjúhnetur. Ég set 2 ½ bolla af hnetum í 2 bolla af sjóðandi vatni og mauka með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Í þetta set ég grænmetiskraft, múskat, salt og pipar.

Svo er bara að setja herlegheitin saman.

Fysta skref er að setja glútenfríar pastaplötur í botn á eldföstu móti. Plöturnar eru þaktar með hakkblöndunni og því næst er kasjúhnetusósunni dreift yfir, svo aftur pastaplötur og koll af kolli þar til allt er uppurið. Það er mikilvægt að enda á kasjúhnetusósunni og best að síðasta lagið þeki hakkblönduna vel.

Þetta er sett inn í ofn og bakað í ofni við 200 gráður í 35 mínútur. Að þeim tíma liðnum eru tvö egg hrærð saman með salti og pipar og lasagne-ið tekið út úr ofninum. Eggjablöndunni er hellt yfir svo það dreifist vel yfir og nái að þekja allt yfirborðið. Því næst er fatinu stungið aftur inn í ofn og bakað í um 6 mínútur í viðbót, eða þar til herlegheitin fara að brúnast.

img_2194

 • Eggin ofan á hnetublönduna gera það að verkum að það myndast smá skorpa sem minnir á bráðinn ost. Það er lykilatriði að setja nóg af salti og pipar út í eggin svo þau verði nægilega bragðmikil að ekki verði mikill ostasöknuður.
 • Það má vel skipta pastaplötunum út fyrir þunnar sneiðar af eggaldini eða sætum kartöflum. Munið bara að sneiðarnar þurfa að vera mjög þunnar, ekki mikið meira en um 2-3 mm svo þær nái að eldast í gegn.
 • Mér finnst best að gera í eitt stórt fat, en eins og þið sjáið á myndunum skipti ég þessu upp í þrjú. Þetta eru bara sérþarfirnar í kærastanum (sem elskar ost) að verki.

Uppskriftin birtist fyrst á síðu Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s