Basilíkuís með marineruðum jarðaberjum

13432137_10154297132835820_4428508588679028290_n

Basilíkuís kann að hljóma framandi, en ég lofa því að þið sjáið ekki eftir því að prófa þessa uppskrift. Hún er ótrúlega einföld, fljótleg og lætur mann líta út fyrir að vera fagmanneskju í eldhúsinu.

Flestir hugsa aðeins um basilíku sem kryddjurt og tengja hana helst við pítsur og pasta en hún er mjög skemmtilegt tvist í eftirrétti. Það er ekkert nýtt undir sólinni að nota hana á þennan máta, kryddjurtir eru sívinsælli í sætum réttum. Þær eru svo skemmtileg viðbót til að brjóta upp sætuna.

Þessi ís er eins einfaldur og þeir mögulega gerast. Öll hráefnin eru sett í blandara og og maukuð þar til að blandan er orðin jöfn og fagurgræn. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, blandað varlega saman við, og blandan sett í ísvél. Engar áhyggjur ef það er ekki til ísvél á heimilinu, þá er blöndunni bara skellt í box inn í frysti. Þá er gott að hræra í ísblöndunni á u.þ.b hálftíma fresti þar til bandan er farin að stífna, með því eru ískristallarnir brotnir upp og áferðin á ísnum verður enn mýkri!

Jarðaber eru fullkomin til að gefa sætum ís ferskan blæ. Fersk jarðaber eru náttúrulega sælgæti út af fyrir sig, en það er skemmtilegt að leika sér aðeins með þau og gera þau enn bragðbetri. Hér eru þau skorin í tvennt og látin liggja í eplasafa og saxaðri myntu í 2-3 klst áður en þau eru borin fram með ísnum. Ef ævintýralöngunin í eldhúsinu er að fara með mann þá er ekki verra að setja svartan pipar á hnífsoddi út í marineringuna.

Hráefni

  • 400 ml kókosmjólk (hér má líka nota rjóma)
  • 2 lúkur basilikublöð
  • 2 msk hunang
  • 3 eggjarauður
  • 3 eggjahvítur
  • salt á hnífsoddi
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s