Banana-lummur með berjum

Uppskrift

  • 1 vel þroskaður banani
  • 1 egg
  • 1 og ½ msk glútenfrítt hveiti (ég notaði Dove‘s Farm)
  • ½ tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk olía
  • 1 ½ dl smátt söxuð vínber eða bláber
  • Salt og múskat á hnífsoddi (má sleppa)

Aðferð

Kveikt undir pönnunni á miðlungshita. Það er mikilvægt að pannan sé ekki of heit, ávextirnir gera það að verkum að lummurnar brenna auðveldlega. Mér finnst best að nota pönnu sem er tiltölulega viðloðunarfrí, þá festast þær ekkert við og ég þarf ekki að nota olíu.

img_2209

Bananinn er stappaður og blandað saman við öll hin hráefnin nema berin. Þetta er allt hrært vel saman og berjunum bætt við síðast, svo þau kremjist ekki.

img_2211

Lummurnar eru settar á pönnuna og steiktar eins og venjulegar lummur – snúið við þegar það byrja að myndast loftbólur á yfirborðinu. Ef að þær eru orðnar dökkar að neðan og loftbólurnar ekki enn komnar upp þá er best að lækka aðeins á pönnunni.

Mér finnst frábært að hafa mikið af berjum í lummunum. Þá eru þær nógu bragðmiklar að ég þarf ekkert síróp á þær, eða ost (þó það skemmi svosem ekkert fyrir). Þær eru líka ljómandi góðar kaldar og fyrirtaks nesti ef ég er að fara eitthvað.

img_2216

Uppskriftin birtist fyrst á síðu Selíak- og glútenóþolssamtaka Íslands.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s