Tortilla kökur

Þessar glútenfríu tortilla kökur eru eins einfaldar og þær gerast, bara tvö hráefni, auk smá salts.

Glútenfrítt hveiti er stundum sérlega mótfallið því að haldast saman svo það getur verið mjög erfitt að fletja það út. Galdurinn í þessari uppskrift er mjög einfaldur, það er ab mjólk sem heldur öllu saman.

Hráefni:

  • 1 dl laktósafrí ab mjólk frá Örnu
  • 5 dl glútenfrítt hveiti (ég notaði Plain White Flour Blend frá Dove’s Farm)
  • 1/2 tsk xantham gum.
  • 1/2 tsk salt ef vill

Ab mjólk, xhantan gum og hveiti er blandað vel saman og það látið standa í um 10 mínútur. Deigið er frekar blautt svo það þarf að vera nóg af hveiti á borðinu og kökukeflinu þegar kökurnar eru flattar út svo þær fari ekki að vera með leiðindi og festast. Af sömu ástæðu þarf líka að snúa þeim við eftir hverja 1-2 strokur með kökukeflinu og bæta við smá hveiti.

Pannan er  hituð en það er engin olía eða feiti sett á hana, kökurnar eru þurrsteiktar. Það ætti ekki að þurfa fullan kraft á hellunni, 2-2.5 ættu að duga (ég hef mína á 6-7 af 9)

Þegar pannan er orðin vel heit er köku skellt á og og hún steikt í um það bil mínútu, eða þar til hún er farin að bólgna upp og sá hluti hennar sem snertir pönnuna farin að brúnast, þá er henni snúið við og þegar hún er farin að brúnast þá er hún tilbúin.

Færustu steikjarar skella köku á pönnuna og fletja út næstu á meðan hún steikist. Þetta krefst talsverðra hæfileika og verður oftar en undirrituð vill viðurkenna til þess að brúnu hlutar kakanna verða svartir. Það gerir reyndar lítið til, þrátt fyrir að brunabragð sé almennt alls ekki gott virkar það ljómandi vel í þessu samhengi.
Fyrir þá sem treysta sér ekki í slíka tímastjórnun þá borgar sig að geyma kökurnar undir röku viskastykki þar til þær eru steiktar, til að passa upp á að þær þorni ekki.

Þetta er hugsað sem tortilla kökur en þær eru líka mjög góðar penslaðar með hvítlaukssmjöri, jafnvel bornar fram með indverskum mat og kallaðar þunnt naan brauð.

Ég geri alltaf talsvert fleiri kökur en ég þarf og hendi rest í frysti. Það er ekki frábært að hita þær upp til þess að nota sem brauð eða tortilla kökur, en það er frábært að henda pítsasósu, áleggi og osti (eða hrærðu eggi með salti og pipar fyrir þá sem þola ekki ost), smella inní ofn og voila, pítsa á örfáum mínútum!

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s